Myndir frá Noregi


Nú fer að líða lokum Noregsferðar hjá mér, Gísla sem hefur staðið yfir í mánuð. Á því tímabili hef ég takið þátt í þremur æfingahlaupum og einni keppni. Þetta hefur verið mjög góð þjálfun fyrir mig að hlaupa alltaf á nýjum og krefjandi svæðum. Ég hef lært að það skiptir miklu máli að halda vel einbeitingu í hlaupinu til að missa ekki af póstinum og hef ég einbeitt mér frekar að rötununni en hraðanun.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá síðasta æfingahlaupi með klúbbnum í Notodden og myndir frá keppnishlaupinu. Það er gaman að fylgjast með krökknum sem fara í sérstakar æfingar og fá jafnframt að gera eitthvað skemmtilegt eins og grilla og synda í vatninu. r má sjá úrslitin úr síðasta æfingahlaupi en ásamt mér hljóp Inga byrjendabraut og ég hljóp stutta erfiða braut.


Leave a Reply

Your email address will not be published.