Fréttir af O-ringen


Gisli og Fjölnir eru staddir á rathlaupsmótnu O-Ringen sem fer fram í Halmstad í Svíþjóð. Í dag hófst fyrsta hlaup mótsins og kepptu þeir félagar í flokki 35-39 ára. Brautin sem þeir hlupu var 6,4 km löng og gekk þeim báðum ágætlega. Á morgun og þriðjudag verður einnig hlaupið en frí á miðvikudag. Síðan heldur hlaupið áfram á fimmtudag og síðasti dagur mótsins verður á föstudag.
Nánari upplýsingar um O-Ringen er að finna á o-ringen.se.


One response to “Fréttir af O-ringen”

Leave a Reply

Your email address will not be published.