Kretsløp í Bø


Ég ásamt félagum í rathlaupsfélaginu í NotoddenÍ dag tók ég, Gísli, þátt í fylkismóti í Telemark í bænum Bø.  Það voru um 200 þátttakendur sem tóku þátt í hlaupinu og ég ákvað að hlaupa stutta erfiða braut 4,0 km. Það voru 17 sem hlupum mína braut og ég endaði í 13 sæti með tíman 59:28 en besti tíminn var 34:47.

Hér má sjá úrslitin úr mínu hlaupi og hér eru millitímar. Einnig má sjá hér GPS ferlinn og hér er mynd af brautinni. Hlaupið byrjaði mjög vel hjá mér en póstum 4 og 5 gerði ég smá mistök og tapa 4 mínútum. Stærstu mistökin hjá mér í hlaupinu voru að missa af pósti nr 6 og í flýti mínu hleyp ég vitlaust til baka. Þar af leiðandi tapa ég 10 mínútm að finna póst 6 en eftir það gekk mjög val þangað til á pósti 11 þar sem ég tapaði 5 mínútum fyrir að velja vitlausa leið. Þetta var mjög skemmtilegt en erfitt hlaup.

Hér er frétt um gestahlauparinn frá Íslandi í Noregi á heimsíðu rathlaupsfélagsins í Bø.


2 responses to “Kretsløp í Bø”

Leave a Reply

Your email address will not be published.