Þann 28. 29. og 30. júní næstkomandi verður alþjóðlega rathlaupsmótið ICE-O haldið í fjórða sinn. Hlaupið verður víða á höfuðborgarsvæðinu. Rathlaupsfélagið Hekla býður alla velkomna í skemmtilega útivist.
ICE-O mótið er hluti af NATLOC (North Atlantic Orienteering Championship) mótaröðinni. Upplýsingar um NATLOC er að finna á vefsíðu þeirra, sem og í sérstöku boðsskjali ICE-O 2013.
Skráning fer fram á vefnum en greiðsla mótsgjalda fer fram á móstsvæðinu.
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Rathlaupsfélagsins Heklu, svo sem myndir frá ICE-O 2011 og ICE-O 2012, myndskeið frá ICE-2012 sprett-, langri- og miðlungs braut. Kort af svæðum á höfuðborgarsvæðinu eru einnig þar að finna.
Rathlaupsfélagið Hekla er líka með síðu á facebook.
Guðmundur Finnbogason formaður félagsins svarar glaður spurningum sem kunna að vakna í síma 895 2409 og á netfanginu rathlaup@rathlaup.is.