ICE-O – taktu þátt


Kæri rathlaupari,

Nú er dagskrá sumarsins komin á fullt en það er auðvelt að skoða hana á síðunni okkar www.rathlaup.is eða á þessari síðunni dagskrá.

Næsta föstudag hefst ICE-O sem er íslandsmeistaramótið í Rathlaupi. Við hvetjum þig til að koma og taka þátt. Margir eru hræddir við að vera með af því að þetta heitir íslandsmeistaramót en þú ert að sjálfsögðu bara að hlaupa með þeim sem hafa verið að koma í sumar og síðasta haust. Það þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að standast ekki samkeppnina. Mótið er hið fyrsta í sögu rathlaups á íslandi og þess vegna bara gaman að koma og skrá nafn sitt á spjöld sögunnar.

Keppt er tvo daga. Föstudag klukkan 18:00 en ræst er frá Farfuglaheimilinu í dalnum (við hliðina á Laugardalslaug). Laugardaginn verður hlaupið klukkan 11:00 í Heiðmörk. Það er hægt að sjá allar upplýsingar með því að fara á síðuna. Við vekjum athygli á því að búið er að lækka keppnisgjaldið á laugardeginum í 1500 krónur og á föstudeginum gildir venjulegt verð 300/600 félags/ófélags.
Skemmtilegast er ef að mæting er góð og við getum haldið skemmtilega keppni. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir hvort sem þeir hafa prófað eða ekki.
Okkur þætti vænt um að fá skráningar í hlaupið en það er gert með því að fara á síðuna og nota skráningarlinkinn á ICE-O síðunni það auðveldar okkur að skipuleggja hlaupið.

Svo er gaman að geta þess að við höfum fengið nýja hlaupara á hverju hlaupi hingað til og vonum að það haldið áfram. Að sjálfsögðu er það á þínum herðum að draga vini og kunningja með. Við vonum að rathlaup verði að stórri íþrótt í framtíðinni og að við getum haldið áfram að byggja upp góðan grunn.

Við hlökkum til að sjá þig í næstu viku.

PS. vegna ICE-O þá fellur hefðbundið fimmtudagshlaup niður. Við tökum þó að sjálfsögðu upp þráðinn strax eftir ICE-O.

Fyrir hönd stjórnar Heklu

Guðmundur Finnbogason


Leave a Reply

Your email address will not be published.